Bankarnir treysta Fjármálaeftirlitinu

Fyrirsögn þessarar fréttar á mbl.is er frekar villandi því af henni mætti draga þá ályktun að Fjármálaeftirlitið hefði mælst með umtalsvert traust í einhverri könnun meðal almennings. Svo er þó alls ekki, því um er að ræða viðhorfskönnun sem FME efndi sjálft til meðal eftirlitsskyldra aðila og svarendur voru stjórnendur og starfsmenn fjármálafyrirtækja.

Það ætti í raun ekki að koma á óvart að margir þeirra treysti FME því stofnunin hefur staðið sig vel í því að "tryggja fjármálastöðugleika" sem er svosem bara dulmál yfir að passa vel upp á bankana og hlúa að velferð þeirra. Varla verður um það deilt að á því sviði hefur náðst talsverður árangur, en svo er annað mál með viðskiptavinina.

Samkvæmt þjóðarpúlsi Capacent í mars síðastliðnum mældist traust til Fjármálaeftirlitsins meðal almennings nefninlega ekki nema 18% og hefur þó vaxið nokkuð frá lægstu stöðu á undanförnum misserum. Hér má sjá samanburð við aðrar stofnanir og geira, en undanfarin misseri hefur verið marktæk fylgni milli lítils trausts á bankakerfinu almennt og Fjármálaeftirlitinu sérstaklega meðal almennings. Hvort að má túlka það þannig að fólk telji mikla fylgni vera milli FME og bankakerfisins skal hinsvegar ósagt látið...

Traust-til-stofnana_2_MAR14

Mynd frá: http://www.capacent.is/rannsoknir/thjodarpulsinn/nr/1806


mbl.is 42% bera mikið traust til FME
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fjármálaeftirlitið og seðlabankinn ættu að vera þungt hugsi yfir þessari stöðu sem fram kemur í þjóðarpúlsi Capacent í mars sl. Þessar stofnanir sem eiga að gæta hagsmuna almennings, hafa alltaf stillt sér upp með fjármálafyrirtækjunum gegn okkur eins og dæmin hafa sýnt og sannað í málum eins og gengislánabarráttunni og icesavestríðinu.

Toni (IP-tala skráð) 30.5.2014 kl. 18:37

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Forstjóri fjármálaeftirlitsins þekkir ekki einu sinni réttindi neytenda. Það kom fram á opnum nefndarfundi alþingis, þegar Jón Þór spurði í beinni útsendingu. (Má líklega finna þennan fund á vef alþingis).

Líklega er þó "siðfrðis"-hæfnismatið í lagi hjá FME-forstjóranum, svona svipað og hjá sjálftökulífeyris-forstórum lífeyrissjóðsins Gildis. 3-6 miljónir í mánaðarlaun þykir siðferðislega ásættanlegt hjá lífeyrissjóðnum Gildi? Meðan sjóðseigendur er skertir, rændir og sviknir!

Það segir allt sem segja þarf um fjármálaeftirlitið og glæpalífeyrissjóðina/bankana á Íslandi, bæði fyrir bankarán og nú.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 31.5.2014 kl. 01:15

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þetta var fróðlegt. Hverjir stjórna eiginlega þessu landi, bak við tjöldin?

Ingimundur Friðriksson aðstoðarseðlabankastjóri fyrir hrun/rán, var í stjórn fjármálaeftirlitsins. Fer það vel saman að vera í eftirlitsstarfi með eigin verkum? Þessum verklagsháttum hefur ekki verið breytt ennþá. Hvers vegna ekki?

Þetta siðspillta, löggæslu-glæpsamlega stjórnsýslukerfi verður að breytast. En hvað þarf til?

Hvaða flokk tilheyrir þessa siðblinda lögbrotshjörð á Íslandi?

Eins gott að hugsa þetta vel áður en maður fer að kjósa! Það er að segja ef atkvæðatalningin fer löglega og rétt fram í þetta sinn! Það er víst sama spillta yfirlöggæsluvaldið sem lítur eftir því núna, eins og í alþingiskosningunum síðast?

Eins gott að vera vakandi yfir hvernig eftirlit með talningunni fer fram, og ef eitthvað er ekki í lagi, þá þarf heimsbyggðin að vita af því hvernig Íslandi er ólöglega stjórnað.

Lýðræði og réttindi þverbrotin af yfirlöggæslu!

Þetta er Ísland í dag.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 31.5.2014 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband