Villandi fyrirsögn - viðskipti eru skattskyld

Með fyrirsögn tengdrar fréttar er vísað til rafmyntarinnar Bitcoin og skattskyldu. Fyrirsögnin er hinsvegar villandi fyrir þær sakir að gefið er í skyn að Bitcoin hafi eitthvað með skatta að gera. Það er álíka fáránlegt og að halda því fram að krónur séu skattskyldar. Það er hinsvegar vandséð hvernig ættti að skattleggja alvöru peninga. Athugið að þá er ég að tala um seðla og mynt, en ekki sýndarpeninga eins og rafrænar bankainnstæður eða fjármagnstekjur af þeim sem vissulega eru skattskyldar. Flestar tekjur eru reyndar skattskyldar og er það algjörlega óháð því hvernig þær eru greiddar, hvort sem það með krónur, rafeyri eða öðrum varningi eins harðfiski svo dæmi sé tekið.

Skattskyldan fer ekki eftir því með hvaða gjaldmiðli tekjur eru greiddar. Á Íslandi er mönnum heimilt að nota hvaða gjaldmiðil eða önnur verðmæti sem greiðslu í viðskiðtum ef báðir aðilar eru ásáttir um þau viðskipti. Tekjur af viðskiptum geta hinsvegar verið skattskyldar og þá þarf einfaldlega að umreikna virði þeirra yfir í krónur til að gefa upp til skatts og skattskyldan miðast við þá fjárhæð. Þá er það ekki gjaldmiðill sem er skattlagður heldur tekjurnar sem aflað er og greiddar í þeim gjaldmiðli.

Bitcoin sem liggur í rafrænu veski einstaklings getur ekki verið skattskylt í sjálfu sér, ekki frekar en ef sami einstaklingur væri með krónupeninga eða dollaraseðla í vasanum. Þeir eru ekki skattskyldir, en ef þeir eru notaðir sem greiðsla í viðskiptum geta þau viðskipti verið skattskyld og tekjur sem aflað er og greitt þannig fyrir eru oftast skattskyldar, en ekki gjaldmiðill sem notaður er til greiðslu.

Seðlabanki Íslands hefur skilgreint Bitcoin þannig að myntin falli undir lög um gjaldeyrisviðskipti, og lítur því á myntina sem löglegan gjaldeyri rétt eins og dollara og evrur, sem um leið sé háður sömu takmörkunum hvað varðar fjármagnshöft. Slíkum höftum er hinsvegar ógerlegt að framfylgja gagnvart drefstýrðri rafmynt eins og Bitcoin, því hver mynteining í kerfinu er um leið staðsett allsstaðar og hvergi í senn og því er aldrei hægt að fullyrða í hvaða "landi" hver mynteining er niðurkomin.

Þá er eiginlega merkingarlaust að tala um að Bitcoin mynt flytjist milli landa því það gerir hún ekki þó að hún skipti um eigendur, það er bara skráningaratriði rétt eins og ef erlend bankainnstæða skiptir um eigendur, og þá eru það ekki fjármagnsflutningar til eða frá neinu landi þar sem peningarnir sitja enn á sama stað. Loks væri ógerlegt að framfylgja einhverskonar banni eða takmörkunum á notkun Bitcoin öðruvísi en að taka internetið algjörlega úr sambandi.

Góðu fréttirnar eru þær að íslensk stjórnvöld á sviði peningamála líta á Bitcoin sem löglegan gjaldeyri. Þess vegna er ekkert því til fyrirstöðu að Íslendingar noti hann í viðskiptum. Rétt er hinsvegar að minna fólk á að séu slík viðskipti skattskyld þarf að umreikna verðmæti þeirra yfir í krónur og telja þannig fram til skatts. Sá sem hefði eingöngu tekjur í Bitcoin þyrfti því einfaldlega að reikna yfir í krónur á viðmiðunargengi fyrir skattframtalið rétt eins og sá sem hefði tekjur í evrum. Báðir þessir aðilar gætu svo þurft að selja eitthvað af gjaldeyristekjum sínum fyrir krónur til að borga skattana sína með, því íslensk skattyfirvöld taka aðeins við greiðslu í lögeyri sem eru krónur.

Þannig eru viðskipti með Bitcoin á Íslandi, bæði lögleg og skattskyld til jafns við önnur viðskipti í hvaða gjaldmiðlum sem er.

 


mbl.is Viðskiptin ættu að vera skattskyld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara ganga í ESB og nota Evru....þá eru öll vandamál úr sögunni....ÁFRAM ESB

Helgi jónsson (IP-tala skráð) 7.3.2014 kl. 11:46

2 identicon

Hver er munurinn á Bitcoin og öðrum pýramída svikamyllum?

Voru keðjubréfin með peninga ekki dæmd ólögleg

Fyrstir inn græða óheyrilega og í raun allir meðan veltan heldur áfram að aukast en svo  

 En á heildina litið þá er þetta sennilega öruggari fjárfesting en íslensk hlutabréf

Grímur (IP-tala skráð) 7.3.2014 kl. 12:59

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Munurinn liggur í því að Bitcoin er ekki svikamylla heldur er það fyrsti gjaldmiðill heimsins sem er varin fyrir svindli með dulkóðun. Seðlabankar geta prentað gjaldmiðla sína að vild og rýrt þannig verðgildi þeirra og valdið verðbólgu. Þar sem enginn seðlabanki er í Bitcoin kerfinu er þetta ekki hægt. Sama á til dæmis við um gull, það er enginn sem gefur það út og ekki er hægt að falsa það, ekki heldur með prentun. Sama gildir um Bitcoin, sem að þessu leyti skarar fram úr öllum gjaldmiðlum sem prentaðir eru af seðlabönkumhvort sem þeir kallast evrur dollarar eða krónur.

Þar af leiðandi er spurningin beinlínis röng. Bitcoin er ekki svikamylla. Forritskóðinn er öllum opinn og hver og einn getur sannfært sig um öryggi hans og tekið upplýsta ákvörðun um hvort han treysti honum. Ef þú treystir honum ekki geturðu tekið kóðan og lagað þá galla sem þú telur vera á honum og búið til þína eigin rafmynt (undir öðru nafni). Ef sú mynt væri raunverulega betri en Bitcoin myndi markaðurinn sjá um að velja hana framyfir, en það hefur þó engum tekist hingað til.

Rétta spurning til að spyrja væri öllu heldur:

Hver er munurinn á evru og öðrum pýramídasvikamyllum eins og dollar eða franka eða krónum?

Rétt svar er: heitið á útgefandanum. Annars eru þeir allir samskonar.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.3.2014 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband