Vonandi skilja þetta allir núna

Jafnvel Moody's virðist núna hafa lesið dóm EFTA dómstólsins um innstæðutryggingar, og hefur sent frá sér tilkynningu þar sem niðurstöður hans eru áréttaðar, sem eru þær helstar að engin greiðsluskylda hvílir á íslenska ríkinu.

Eini misskilningurinn sem enn virðist gæta er sá að Moody's kallar tryggingasjóðinn "einkafyrirtæki" þegar hann er í rauninni sjálfseignarstofnun. En það er smáatriði sem kemur út á það sama, því hvorugt rekstrarformið nýtur neinnar ríkisábyrgðar sem ekki er kveðið á um sérstaklega með lögum þess efnis, gegn greiðslu ríkisábyrgðargjalds skv. lögum 121/1997. Sú staðreynd að TIF njóti ekki ríkisábyrgðar sést best á því að hann hefur aldrei greitt ríkisábyrgðargjald, enda réttilega aldrei verið krafinn um það af íslenska ríkinu.

Hér eru glefsurnar sem mestu máli skipta í tilkynningu Moody's:

"The European Free Trade Association (EFTA) Court, the highest legal authority involving European Economic Area member states such as Iceland, ruled in early 2013 that the Icelandic government was not liable for any Icesave obligations."

"... TIF is a private company responsible for collecting fees from financial insitutions in Iceland so as to provide protection for deposit holders in Iceland."

"Whatever the outcome of this latest dispute may be, there is no direct effect on the Icelandic government because the EFTA Court ruling unequivocally established that there is no payment obligation for the sovereign."

Vonandi er enginn sem misskilur þetta lengur, hér á Íslandi.


mbl.is Lögsóknin hefur engin áhrif á lánshæfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Guðmundur. Kemst Moody's bara hindrunarlaust upp með allt of hátt lánshæfismat Íslenska ríkisins fyrir rán/hrun?

Hvað klikkaði í stjórnsýslunni hjá þeim þá?

Hafa lánshæfismats-fyrirtækin axlað ábyrgð á sínu glæfralega lánshæfismati?

Telur einhver að þessi lánshæfis-matsfyrirtæki séu marktæk og skaðlaus fyrir heimssamfélagið?

Hvað segir Seðlabankastjóra-aðalhagfræðingurinn um þetta allt?

Þarf sá maður aldrei að svara fyrir sína hagfræðiráðgjöf opinberlega? Til dæmis í beinni útsendingu á Sunnudagsmorgni, hjá nýjasta starfsmanni í þjálfun, á ská-meinvarpinu ríkisrekna og ó-óháða (til margra áratuga)?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.2.2014 kl. 18:40

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það mætti svo sem færa rök fyrir því að Moody's sé að bæta fyrir fyrri syndir með því að skýra núna frá staðreyndum frekar en tilhæfuleysu.

En það er langt eftir þar til hægt verður að tala um yfirbót.

Og talandi um að láta seðlabankastjóra (og ekki síst hans pótintáta) svara fyrir verk sín og afstöðu, vil ég benda þér á þetta hérna:

http://www.heimilin.is/varnarthing/frettirhagsmunasamtokin/item/1688-falleinkunn-seðlabankans-í-verðtryggingu.html

Það er verið að vinna í þessu öllu saman. Það eina sem ég fæ ekki skilið er hvers vegna ekki eru miklu fleiri að því sama. Löngu er orðið tímabært að færa hugtakið "samtakamáttur" fremst í íslenska orðabók með stóru letri.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.2.2014 kl. 01:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband