Hvað er í gervikjötinu?

Samkvæmt innihaldslýsingu á nautabökum frá Gæðakokkum í Borgarnesi eru þær sagðar innihalda 30% nautahakk. Þegar Matvælastofnun gerði rannsókn á vörunni kom hinsvegar í ljós að hún reyndist í raun ekki innihalda neitt kjöt! Ekki svikinn héri heldur heldur belja.

Það sem ekki fylgdi fréttinni og sem fólk langar líklega bæði að vita og ekki sem kann að hafa borðað svona gervikjötböku einhverntímann nýlega:

Hvaða hráefni var þá í bökunni í stað alvöru kjöts???!!! 

P.S. Ég var að velta því fyrir mér að bæta þessum kafla við í Skáldsöguna Ísland, en svo áttaði ég mig á því að það passar ekki við skilyrði fyrir inntöku í hana þar sem í þessu tilviki virkaði eftirlitið raunverulega og meira að segja á fyrirtækið sem framleiddi bökurnar yfir höfði sér opinbera kæru fyrir vörusvik.


mbl.is Ekkert kjöt í nautakjötsböku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Reyndar er alveg spurning hvort sjálft heiti fyrirtækisins geti ekki jafnvel fallið undir þá skilgreiningu að teljast vera villandi markaðshættir. Ég skora til gamans á Neytendastofu að fyrirskipa að Gæðakokkar færi heiti fyrirtækisins til samræmis við staðreyndir og breyti því í "Gervikokkar" og jafnframt að heiti umræddrar vöru verði fært til samræmis við staðreyndir og verði framvegis "Dularfullu bökurnar: nýr og spennandi réttur með óvæntu innihaldi".

Guðmundur Ásgeirsson, 2.3.2013 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband