Neyðarviðbrögð vegna leka

Ég skrifa sjaldan um persónulegt heimilislíf mitt á opinberum vettvangi, en hér þó ein undantekning frá því. Vegna stíflaðs niðurfallsræsis við húsið safnaðist upp talsvert af vatni sem endaði með því að leka inn í geymslurými hjá mér í gærkvöldi. Eins og vill stundum verða í slíkum tilvikum lentu dýrgripir í hættu, að þessu sinni alfræðibækurnar sem ég erfði frá afa mínum og nafna.

Um er að ræða bandarísku útgáfuna af Britannica frá árinu 1965. Það er að segja 23 bindi ásamt venjulegri orðabók í 2 bindum, Atlaskortabók og annáll ársins 1966. Einnig var í safninu afar falleg og álíka gömul útgáfa af heilagri ritningu kristinnar trúar.

Þegar lekinn uppgötvaðist stóðu kassarnir sem geymdu bækurnar þá þegar í þumlungsdjúpu vatni, og gegnsósa og maukaður bylgjupappinn fyllti hjarta mitt hryllingi. Ekki var um annað að ræða en setja tilfinningarnar til hliðar og ganga hratt til verks við björgunarstörf, samhliða ósjálfráðri upprifjun á því hvort á heimilinu væri til hárþurrka.

Efstu bækurnar í kössunum voru hólpnar og fljótlegt að forða þeim frá frekara tjóni, en það væri þó til lítils ef stór hluti af settinu lægi ónýtur á botninum. Við mikinn fögnuð komu bækurnar þó heillegar upp úr kössunum, aðeins þær neðstu höfðu vöknað dálítið og virtust þó fljótt á litið vera við bjargandi með góðum vilja.

Þegar öllum bókum og öðrum pappírum hafði verið bjargað undan lekanum var fyrst hægt að huga að ástandi þeirra í smáatriðum. Til mikillar undrunar reyndist hver einasta bók nokkurnveginn í lagi, varla hafði ein einasta blaðsíða blotnað nema á endanum, en þykkar bókanrkápurnar ljóta að hafa skýlt þeim vel.

Ég er búinn að þurka af þeim og stilla upp til þerris þriðjungi af safninu en hitt er komið upp í efstu hillu, þar sem þær munu verða meðal þess fyrsta sem brennur ef eldsvoði yrði, sem maður vonar auðvitað ekki. En það er allavega skásta lausnin í bili.

Útlit er fyrir að á morgun verði hægt að setja allar bækurnar sem eru í þurrkun upp í hillu með hinum, lítið skemmdar og fínar. Annað sem varð fyrir lekanum var flest í plastpokum og léttvægara, svo þegar allt kemur til alls fór mun betur en efni stóðu til.

Góða helgi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já bækur eru nútíma vandamál, og tölvur eru komnar í þeirra stað að nokkru leiti. 

Ég naut þess í uppvextinum að hann pabbi var bókamaður og þar í foreldra húsum var allt fullt af bókum.  Stássskápar sem hjá venjulegu fólki voru hlaðnir fallegum munum og lystaverkum, voru í mínum foreldra húsum hlaðnir bókum.   Seinna þegar ég kynntist henni tengdamömmu sem var ekkja, þá kom í ljós að hún átti mikið af bókum  og var vitur kona. 

Ég naut hennar bóka og visku á erfiðum tíma fjarri bókum föður míns.  En þegar þau létust þá lenti ég í svipuðum vandræðum og þú.   Ég átti ekki nógu stórt hús. 

Konan mín ágæt  vildi heldur ekki hafa bækur á öllum veggjum.  Þannig að þær lentu í kössum út í bílskúr og inni á verkstæði og dag einn þá sprakk þar rör og þriðjungur af þessu safni varð ónítt. 

Það var sorglegt  og þarna í rústunum las ég eina blauta bók áður en ég vaknaði og áttaði mig á að þessar bækur væru til annarstaðar og þar með henti ég því sem aldrei aftur myndi passa í hillu, en í hillum eiga bækur að vera.  

Hrólfur Þ Hraundal, 3.3.2012 kl. 11:23

2 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Ég samgleðst þér Guðmundur að hafa getað bjargað bókunum. Sjálfur á ég Britanniku 1967, sem ég keypti sjálfur á víxlum með pabba sem ábyrgðarmann. Ég hef aldrei séð eftir þeim kaupum, þó að þetta séu vissulega forngripir núna og maður notar tölvuna og netið í þeirra stað. En það er gaman að eiga fornmuni!

Varðandi bruna, þá er það svo að bækur eru mjög tregbrennandi. Oftast sviðna þær bara að utan en brenna ekki nema eldur sé þeim mun skæðari. Ég átti bók, sem lenti í bruna þegar ég var 6 ára. Það þurfti að lappa upp á spjöldin á henni og tókst alveg bærilega. Ég átti hana í áratugi eftir það.

Magnús Óskar Ingvarsson, 4.3.2012 kl. 16:32

3 identicon

Spurðir hvort ég vissi hvað jöklabref eru ég googlaði og hér kemur niðurstaðan paste/

Velkomin á Wikipediu

Jöklabréf eða krónubréf (e. glacier bonds) eru skuldabréf sem hafa verið gefin út í íslenskum krónum af erlendum aðilum frá því í ágúst 2005.[2]

Í lok árs 2010 var áætlað að erlendir fjárfestar ættu krónubréf að andvirði um 400 milljörðum króna, það er um fjórðungur af landsframleiðslu Íslands.[3] Í lok árs 2011 var áætlað að um helmingur þessarar upphæðar, um 200 milljarðar króna, væru nú á innlánsreikningum íslensku bankanna. Vegna gjaldeyrishafta eru þessar upphæðir hins vegar fastar í íslenska bankakerfinu og er í því samhengi rætt um „jöklabréfahengju“ þar sem myndlíkingin við ís og snjó er notuð til þess að gefa til kynna að íslenska efnahagnum stafi hætta af því ef inneigninni væri skipt í aðra mynt og tekin úr landi

Tilurð krónubréfa

Forsenda viðskipta sem þessa, þar sem erlendir aðilar gefa út skuldabréf í íslenskri mynt, er hár munur á vöxtum í hagkerfum viðkomandi landa, hátt gengi þess gjaldmiðils sem gefa á bréfin út í (íslenska krónan) og mikil eftirspurn í því landi á lánsfé. Á Íslandi hækkaði Seðlabanki Íslands stýrivexti jafnt og þétt eftir að flotgengisstefnan var tekin upp 2001 og verðbólgumarkmið var ákveðið við 2,5%. Stýrisvextir á Íslandi voru 13,3% í júní 2007 en höfðu hækkað í 18% í lok október 2008. Til samanburðar voru stýrvextir Seðlabanka Evrópu 2,5% í lok árs 2008.[5]

Enginn grundvallarmunur er á skuldabréfum sem íslenskir bankar gefa út og krónubréfum, í báðum tilvikum á kaupandi bréfsins kröfu á útgefandann í íslenskum krónum. Þau erlendu fjármálafyritæki sem gefa út krónubréf taka því á sig gengisáhættu, þar eð þau hafa ekki greiðan aðgang að krónum. Til þess að komast hjá því vandamáli tekur íslenskt fjármálafyrirtæki lán hjá erlenda útgefandanum sem erlenda fjármálafyrirtækið tekur að greiða af. Íslenska fjármálafyrirtækið greiðir vexti og afborgarnir til erlenda útgefandans í íslenskum krónum. Íslenski bankinn fær íslensku krónurnar sem fást fyrir sölu krónubréfanna og erlenda fjármálafyrirtækið andvirði lánsins í erlendu gjaldmyntinni.

Örn Ægir (IP-tala skráð) 10.3.2012 kl. 22:02

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Takk fyrir viðleitnina Örn Ægir.

Jöklabréf eða krónubréf (e. glacier bonds) eru skuldabréf sem hafa verið gefin út í íslenskum krónum af erlendum aðilum frá því í ágúst 2005.

Þessa skýringu  hef ég svo sem fengið áður. En hún útskýrir ekki hvers vegna það er vandamál fyrir mig, ef einhver erlendur aðili sem fékk lánaðar krónur fyrir nokkrum árum síðan þarf svo að endurgreiða þær. Hvers vegna endurgreiðir hann þá ekki bara sína skuld eins og aðrir? Hvað kemur það hagsmunum íslenska ríkisins við ef um er að ræða samninga milli einkaaðila?

Það er eitthvað annað á bak við þetta heldur en okkur er sagt.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.3.2012 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband