Óbeint greiðslufall Seðlabankans

Seðlabanki Íslands skipti í dag rúmlega 61 milljón evra í krónur á genginu 218,89. En samkvæmt gengisskráningu Seðlabankans kostaði evran þar í morgun 165,72 krónur.

Ef ég væri Seðlabankinn og hefði keypt evrurnar fyrir hádegi þá hefðu þær kostað mig 10,1 milljarð króna, en eftir hádegi hefði ég svo getað fengið til baka 13,3 milljarða króna. Mismunurinn er 32% sem flestir myndu telja góða ávöxtun.

Í apríl síðastliðnum sendu Hagsmunasamtök Heimilanna erindi til Seðlabankans þar sem óskað var eftir að gerð yrði úttekt á kostum og göllum þess að leiðrétta skuldavanda heimilanna með svokallaðri myntbreytingaleið á misjöfnu skiptigengi.

Samtökunum barst í síðustu viku svarbréf frá Seðlabankanum þar sem hugmyndinni er hafnað og henni lýst sem "yfirgripsmiklu greiðslufalli gagnvart erlendum skuldbindingum þjóðarinnar" og "lausnir af þessu tagi ekki til þess fallnar að auka hagsæld hér á landi". Athyglisvert að þarna sé minnst á erlendar skuldbindingar, því tillaga hagsmunasamtakanna gengur alls ekki út á neitt sem snýr að útlöndum heldur einungis að leiðrétta eignatilfærslu sem orðið hefur milli innlendra aðila

Í þessari viku virðist hinsvegar sem sama seðlabankanum finnist ekkert athugavert við að rýra kaupmátt erlendra krónueigenda um 24% miðað við innlent skiptigengi.

Lesandi góður, ef þú hefur ekki áttað þig á hvað þetta þýðir vinsamlegast lestu þetta aftur, og jafnvel þrisvar ef því er að skipta. Það tekur smá tíma að síast inn að í gær fóru fram viðskipti í Seðlabankanum sambærileg þeim sem hann hafði áður lýst sem greiðslufalli gagnvart erlendum skuldbindingum.

Hjálp... þetta er svo mikil rökleysa að mig sundlar og verkjar.


mbl.is Meðalverð var 218,89 krónur fyrir evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Seðlabankinn er aðeins milliliður milli þeirra sem vilja losna við krónur og þeirra sem eiga evrur og vilja kaupa krónur. 

Það er ekkert smá ávöxtun sem maður fær ef maður er ríkur maður og á evrur á lausu.

Það væri auðvitað frábært fyrir íslenskan útflutningsfyrirtæki ef þau gætu einnig fengið krónuna á þessu gengi.  ´

Þá efast ég um það að fjárfesting væri í lágmarki ef svo hefði verið.

En nei,  þetta er aðeins fyrir peningafólkið.  Ekki fyrir atvinnulífið hér eða einstaklinga.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband