Stórvarasamir Íslendingar :)

Jæja, þá er það opinbert að maður sé kominn í hóp einstaklinga sem álitnir eru stórhættulegir. Á dauða mínum átti ég von, en ekki því að einhverntíma yrði til fólk sem myndi verða hrætt við mig, síst af öllu háttsettir embættismenn í öðrum löndum! Ég meina það er ekki eins og sé voða ógnvekjandi, hvorki tattóveraður eða gataður, og ekki einu sinni síðhærður... en að meta fólk eftir slíku væru reyndar fordómar. ;)

Eins og ég spáði í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar og notaði sem eina helstu röksemd fyrir því að segja NEI, þá hefur tekist að senda sterk skilaboð til umheimsins. Víða um Evrópu er núna horft til þess fordæmis sem við höfum skapað.

Almenningi á Írlandi, í Portúgal og Grikklandi finnst það vera gott fordæmi.

Embættismönnum í Brüssel finnst það hinsvegar slæmt fordæmi.

Í þessu kristallast það sem stjórnmál á 21. öldinni munu snúast um. Í stað vinstri og hægri verður tekist á um sjónarmið þeirra sem eru á toppi og botni valdastrúktúra.


mbl.is Óttast fordæmi Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband