Opið bréf til Evrópusambandsins vegna IceSave

Íslandi 18.03.2011

Mr Herman Van Rompuy      
European Council
Rue de la Loi 175
B-1048 Brussels

Kæri herra Van Rompuy 

Haustið 2008 hrundi nánast allt íslenska bankakerfið (90%) á nokkrum dögum og þar með Landsbankinn og útibú hans í London og Amsterdam (Icesave-reikningarnir). Samkvæmt grundvallarreglu EES samningsins virðist jafnréttishugtakið um jafna stöðu allra á markaði vera undirstaða alls samstarfs innan Evrópusambandsins. Það kemur skýrt fram í 1. hluta samningsins um EES eins og hann birtist í íslenskum lögum nr. 2/1993 en þar segir svo í e. lið 2. töluliðar 1. gr:

að  komið  verði  á  kerfi  sem  tryggi  að  samkeppni  raskist  ekki og  að  reglur þar  að lútandi verði virtar af öllum

(Áhersluletur er bréfritara)

Þarna er beinlínis sagt að ein af grundvallarreglum EES samstarfsins sé að raska ekki samkeppni. Í ljósi þessa verður ekki betur séð en breskum og hollenskum stjórnvöldum hafi borið skylda til að sjá til þess að útibú Landsbanka, í London og Amsterdam, hefði fullgildar tryggingar innlána í Tryggingasjóðum innistæðueigenda í viðkomandi löndum. Annað hefði verið mismunun á markaði annars vegar í óhag fjármagnseigenda en hins vegar til hagsbóta fyrir Landsbankann.

Bretar og Hollendingar tóku Icesave einhliða úr eðlilegum farvegi réttarfars yfir í hið pólitíska umhverfi. Á þeim grundvelli krefja þeir íslenska skattgreiðendur af mikilli hörku um endurgreiðslu þeirra innlána sem tryggð áttu að vera í bresku og hollensku innistæðutryggingakerfi eins og EES reglurnar kveða skýrt á um.

Fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda voru að þau hefðu verið beitt ofríki og vildu því fara með málið fyrir dómstóla. Bretar og Hollendingar höfnuðu því en áður höfðu Bretar sett hryðjuverkalög á Ísland og Landsbankann. Bretar stöðvuðu í framhaldinu starfsemi Kaupþings-banka (Singer & Friedlander) í London og féll þá stærsta fjármálafyrirtæki Íslands.

Vegna harkalegra viðbragða Breta og Hollendinga lokaðist fyrir flæði fjármagns til og frá Íslandi. Með því voru ríkisfjármál Íslands tekin í gíslingu. Þess vegna urðu Íslendingar að samþykkja að semja um Icesave-skuldina til að fá aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Krafa AGS um þetta atriði kom fyrir samstilltan þrýsting Breta, Hollendinga og ESB-þjóðanna að gangast undir Icesave-kröfurnar.

Núverandi Icesave-samningar geta kostað okkur hálf fjárlög íslenska ríkisins. Ef neyðarlögin frá því í október 2008 verða dæmd ógild verða Icesave-kröfurnar tvöföld fjárlög ríkissjóðs. Íslenskur almenningur á erfitt með að sætta sig við að bera þessar byrðar vegna fjárglæfrastarfsemi einkabanka. Byrðar sem í raun tilheyra tryggingasjóðum Breta og Hollendinga samkvæmt grunnreglum EES um jafna samkeppnisstöðu útibúa Landsbankans í þessum löndum við aðra banka á sama markaðssvæði.

Íslenska þjóðin mun kjósa um nýjasta Icesave-samninginn þann 9. apríl næst komandi. Við höfnuðum þeim síðasta. Þess vegna finnst okkur undirrituðum áríðandi að fá svör við eftirfarandi spurningum fyrir þann tíma.

  1. Hvers virði eru þríhliða samningar (Icesave samningarnir) þar sem tveir aðilar samningsins hafna eðlilegri málsmeðferð og í krafti aðstöðu sinnar neyða þriðja aðilann að samningaborði til að fjalla um málefni sem allar líkur benda til að séu uppgjörsmál Landsbankans við innistæðutryggingakerfi Breta og Hollendinga?
  2. Hvers vegna var Íslendingum meinað að verja sig fyrir þar til bærum dómstólum um réttmæti krafna Breta og Hollendinga haustið 2008?
  3. Í ljósi þess að Landsbankinn varð að fara eftir breskum lögum hvers vegna var honum þá heimilað að taka við innlánum áður en bankinn var búinn að tryggja sig hjá breska innistæðutryggingasjóðnum?
    1. Veitti það bankanum ekki óeðlilegt forskot á markaði að vera undanskilinn þeirri kröfu?
    2. Var hagur breskra neytenda ekki fyrir borð borinn með því að leyfa Landsbankanum að tryggja sig með minni kostnaði en aðrir á markaði?
    3. Ætlar ESB að láta Breta og Hollendinga komast upp með að brjóta grunnreglur EES samningsins um jafna stöðu fyrirtækja á sama markaði?
  4. Samrýmist það stefnu ESB að þegar einkabanki verður gjaldþrota myndist krafa á skattfé almennings?
  5. Er innistæðutryggingakerfi einhvers Evrópulands nógu öflugt til að standa undir falli 90% af bankakerfinu í landi sínu?
  6. Hver verða viðbrögð ESB ef íslenskur almenningur hafnar nýjustu Icesave samningunum þann 9. apríl n.k? 

Virðingarfyllst og með ósk um góð svör

Ásta Hafberg, háskólanemi
Baldvin Björgvinsson, raffræðingur / framhaldsskólakennari
Björn Þorri Viktorsson, hæstaréttarlögmaður
Elinborg K. Kristjánsdóttir, fyrrverandi blaðamaður, núverandi nemi
Elías Pétursson, fv. framkvæmdarstjóri
Guðbjörn Jónsson, fyrrverandi ráðgjafi
Guðmundur Ásgeirsson, kerfisfræðingur
Gunnar Skúli Ármannsson, læknir
Haraldur Baldursson, tæknifræðingur
Helga Garðarsdóttir,  háskólanemi
Helga Þórðardóttir, kennari
Inga Björk Harðardóttir, kennari/myndlistakona
Karólína Einarsdóttir, líffræðingur og kennari
Kristbjörg Þórisdóttir, kandídatsnemi í sálfræði
Kristján Jóhann Matthíasson, fv sjómaður
Pétur Björgvin Þorsteinsson, djákni í Glerárkirkju
Rakel Sigurgeirsdóttir, framhaldsskólakennari
Sigurjón Þórðarson, líffræðingur
Sigurlaug Ragnarsdóttir, listfræðingur
Steinar Immanúel Sörensson, hugmyndafræðingur
Þorsteinn Valur Baldvinsson Hjelm, eftirlitsmaður
Þórður Björn Sigurðsson, starfsmaður Hreyfingarinnar

Afrit sent til ýmissa ráðamanna ESB og EFTA, viðkomandi ráðuneyta Bretlands, Hollands og Íslands auk evrópskra fjölmiðla.

(í enskri þýðingu)


mbl.is Sendu bréf til forseta ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Guðmundur.

"EU" vissu um galla á tilskipun en gerðu ekkert í málinu !

Hugleiðingar um bótaábyrgð íslenska ríkisins vegna innleiðingar tilskipunar nr. 94/19/EB um innlánatryggingakerfi.

http://www.mbl.is/media/68/1168.pdf 

http://www.visir.is/innistaedutryggingakerfid-ekki-hannad-fyrir-kerfishrun/article/2009990126104

In its design, the 1994 Directive fails totackle some key aspects. It leaves to thediscretion of the Member States a number ofissues that are not harmonized, such the fundingof the schemes, their risk sensitivity and theconsideration of home and host countryconflicts, which have been manifested in thecases of Ireland and Iceland.These limitations were acknowledged by theEuropean Commission in a communication12in November 2006, less than a year beforethe eruption of the crisis. The conclusionsconcurred not to make changes to thedirective, but to work on some interpretativeguidance and recommendations on the mainaspects of the directive.

http://ec.europa.eu/internal_market/bank/docs/guarantee/comm9419_en.pdf

  The financial crisis has not only put intodoubt the adequacy of the existing nationalschemes and the European Commission’s decisionnot to amend the directive earlier, buthas also pressed governments in the MemberStates of the EU and European Economic Area(EEA) to take individual unconcerted actionsto help restore confidence in their domesticmarkets. 

http://www.palgrave-journals.com/jbr/journal/v11/n3/pdf/jbr20109a.pdf

  These individual actions have thenprompted EU policymakers to revise the originaldirective to prevent competitive distortions......sjá lið 7.5 !

http://ec.europa.eu/internal_market/bank/docs/guarantee/20100712_proposal_en.pdf

Lögsókn á hendur Breska (FSCS )tryggingasjóðsins? http://citywire.co.uk/new-model-adviser/the-legal-case-against-the-fscs-funding-model/a476541

Hér er hægt að sjá viðtal við Clive Wolman a barrister at 11 Stone Buildings, personally believes the funding model of the FSCS can be challenged in court as a form of illegal state aid under the treaties of the European Union (EU).

http://citywire.co.uk/new-model-adviser/we-instruct-barrister-in-fight-against-fscs/a476592

Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 16:53

2 identicon

"EU" vissu um galla á tilskipun en gerðu ekkert í málinu ! Hugleiðingar um bótaábyrgð íslenska ríkisins vegna innleiðingar tilskipunar nr. 94/19/EB um innlánatryggingakerfi. http://www.mbl.is/media/68/1168.pdf http://www.visir.is/innistaedutryggingakerfid-ekki-hannad-fyrir-kerfishrun/article/2009990126104 

In its design, the 1994 Directive fails to tackle some key aspects. It leaves to the discretion of the Member States a number of issues that are not harmonized, such the funding of the schemes, their risk sensitivity and the consideration of home and host country conflicts, which have been manifested in the cases of Ireland and Iceland. These limitations were acknowledged by the European Commission in a communication in November 2006, less than a year beforethe eruption of the crisis. The conclusions concurred not to make changes to thedirective, but to work on some interpretative guidance and recommendations on the main aspects of the directive.  

http://ec.europa.eu/internal_market/bank/docs/guarantee/comm9419_en.pdf The financial crisis has not only put into doubt the adequacy of the existing national schemes and the European Commission’s decision not to amend the directive earlier, but has also pressed governments in the Member States of the EU and European Economic Area(EEA) to take individual unconcerted actionsto help restore confidence in their domestic markets. http://www.palgrave-journals.com/jbr/journal/v11/n3/pdf/jbr20109a.pdf  

These individual actions have then prompted EU policymakers to revise the original directive to prevent competitive distortions....sjá t.d. lið 7.5  

http://ec.europa.eu/internal_market/bank/docs/guarantee/20100712_proposal_en.pdf  Lögsókn á hendur Breska (FSCS )tryggingasjóðsins? http://citywire.co.uk/new-model-adviser/the-legal-case-against-the-fscs-funding-model/a476541  Hér er hægt að sjá viðtal við Clive Wolman a barrister at 11 Stone Buildings, personally believes the funding model of the FSCS can be challenged in court as a form of illegal state aid under the treaties of the European Union (EU).  http://citywire.co.uk/new-model-adviser/we-instruct-barrister-in-fight-against-fscs/a476592

Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 17:04

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kærar þakkir fyrir þessar ábendingar Hólmsteinn.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.3.2011 kl. 20:11

4 identicon

Guðmunur hefur þú vitneskju hvort Landsbankinn hafi verið rukkaður það sama og aðrir UK bankar af FSCS fyrir viðbótartryggingu og þar með tvírukkaður fyrir sínar tryggingar fyrir að halda úti UK útibúi ?

....cover provided by the compensation scheme for claims against an incoming EEA firm (which is a credit institution,  and in addition to, or due to the absence of, the cover provided by the firm's Home State compensation scheme.

http://fsahandbook.info/FSA/html/handbook/COMP/14/4

Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 23:18

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Loftur Altice Þorsteinsson er vel að sér um það sem snýr að FSCS og hollenska innstæðutryggingakerfinu varðandi IceSave. Ég myndi benda þér á að skoða hvað hann hefur um það að segja.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.3.2011 kl. 02:51

6 identicon

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 12:21

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ertu að meina þetta? "ESB ríkin eru laus við geislun"

Einmitt það já. Ætli Páll Blöndal reyni ekki næst að halda því fram að ESB ríkin séu bara alveg laus við loftmengun yfir höfuð?

Ég er alveg sammála þér Helgi:

Guðmundur Ásgeirsson, 22.3.2011 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband