Staðan 8:12 fyrir Ísland í pissukeppni lögfræðinga

Átta nafngreindir lögmenn, sumir þeirra jafnvel nafntogaðir ef ekki alræmdir, hafa sent fjölmiðlum stuðningsyfirlýsingu við lög um ríkisábyrgð á IceSave-III samningnum.

JÁttmenningarnir:

  • Garðar Garðarsson hrl., Landslög (eigandi)
  • Gestur Jónsson hrl., Mörkin lögmannsstofa
  • Gunnar Jónsson hrl., Mörkin lögmannsstofa
  • Ragnar H. Hall hrl., Mörkin lögmannsstofa
  • Jakob R. Möller hrl., LOGOS, áður formaður Lögmannafélagsins
  • Guðrún Björg Birgisdóttir hrl., fulltrúi Bankasýslunnar í stjórn SpNor
  • Lára V. Júlíusdóttir hrl., formaður bankaráðs Seðlabankans og settur ríkissaksóknari gegn níumenningum sökuðum um árás á Alþingi
  • Sigurmar K. Albertsson hrl., eiginmaður Álfheiðar Ingadóttur þingkonu, lögmaður Lýsingar og SP-Fjármögnunar í gengistryggingarmálinu

Sigurmar er ekki beinlínis þekktur fyrir að hitta naglann á höfuðið, í gengistryggingarmálinu hélt hann því einmitt fram að ólöglegur gjörningur væri löglegur, en fórnarlambið hefði hinsvegar sýnt af sér dýrkeyptan glannaskap. Alkunna er að hæstiréttur komst að annari niðurstöðu, og á næstunni mun verða hægt að fylgjast með framhaldinu á þeirri hrakfallasögu sem afstaða Sigurmars til hinna ýmsu málefna stefnir í að verða.

Þess má geta að Mörkin Lögmannsstofa hefur unnið fyrir bæði breska fjármálaráðuneytið, Landsbankann á Gurnesey og fleiri. Ekki að það skipti endilega máli heldur læt ég það fylgja sem fróðleikskorn.

Svo fyllsta sannmælis sé gætt skyldi næst skoða þann fjölda lögmanna sem hafa lýst yfir andstöðu við ríkisábyrgð á samningnum.

NEI-lögmenn:

Í Samstöðu þjóðar gegn IceSave:

  • Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir hdl.

Sjö hæstaréttarlögmenn gegn IceSave:

  • Brynjar Níelsson hrl., formaður Lögmannafélagsins
  • Björgvin Þorsteinsson hrl.
  • Haukur Örn Birgisson hrl.
  • Jón Jónsson hrl.
  • Reimar Pétursson hrl.
  • Tómas Jónsson hrl.
  • Þorsteinn Einarsson hrl.

Í AdvIce hópnum:

  • Heiðrún Lind Marteinsdóttir lögfr.
  • Sigríður Á. Andersen hdl.
  • Tómas Jónsson hrl.
  • Vala Andrésdóttir Withrow lögfr.

Rétt er að geta þess að Tómas Jónsson hrl. er í báðum síðarnefndu hópunum svo hann sé ekki tvítalinn. Pétur Gunnlaugsson lögmaður hefur einnig margoft lýst yfir andstöðu við IceSave. Samtals eru þetta 12 lögmenn, en auk þeirra eru a.m.k. einn laganemi, Vilhjálmur Andri Kjartansson í AdvIce.

Vonandi snýst samt þjóðaratkvæðagreiðslan ekki um hvoru liðinu tekst að smala til sín fleiri lögfræðingum, það væri snöggt skárra en pissukeppni. ;)

 


mbl.is Lýsa stuðningi við Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

ÞAð hnýga öll rök að því að ekki skuli kosið með ó-lögunum, heldur skal pappírnum hafnað og sendur bretum sem greiðsla uppí þetta Icesave þeirra. Það er margoft búið að koma með þær upplýsingar að ríkisstjónir eiga ekki og mega ekki gangast í ábyrgðir fyrir einkabanka.

Þessvegna mun ég setja X-ið við NEI.

Af því ég er byrjaður þá skal áréttað að ég mun líka setja X-ið við NEI þegar og ef það verður kosið um inngöngu í Brusselklíkuna (ESB)...

Með kveðju

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 16.3.2011 kl. 21:23

2 identicon

Er það ekki makalaust að enginn þessara lögvísu manna lyftir litlaputta til bjargar þjóð sinni, frá klóm þjóðníðinganna og bankaræningjanna á þeirri ögur stundu þegar þjóðin þarfnaðist þeirra mest við að klófesta þá og endurheimta þýfið.

Heldur rís nú upp skari þeirra, og vill að þjóðin segi sig frá heiðarlegum réttarhöldum til að fá úr skorið um sök sína og ófæddra barna sinna.

Svei þessum lítilmennum.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 01:43

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þetta er flott mál. Ef áframhald verður á þessu og fleiri lögfræðingar stíga fram með sína afstöðu gæti svo farið að málið yrði ekki dómtækt, eftir að við höfum fellt það í þjóðaratkvæðagreiðsunni!

Gunnar Heiðarsson, 17.3.2011 kl. 09:30

4 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

Sigurmar var líka lögmaður SP í gengistr.málinu.

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 17.3.2011 kl. 10:38

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Arnór, rétt er það, IceSave samningaleiðin gengur út á að fara ekki að lögum. Að samþykkja samninginn jafngildir dómstólaleið því þá fyrst er komið eitthvað til að kæra okkur fyrir, ef við samþykkjum að brjóta lög og reglur.

Gunnar, athyglisverð pæling.

Þórdís, það er rétt og takk fyrir innleggið, ég bæti þessu við.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.3.2011 kl. 11:56

6 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Guðmundur. Þú gleymir að nefna Lárus Blöndal og Stefán. Þeir voru hörðustu talsmenn á móti Isesavesamningunum og töldu lögin með okkur.

Eggert Guðmundsson, 17.3.2011 kl. 12:14

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Já, en nú hefur Lárus snúist enda fékk hann greiddar háar fjárhæðir fyrir að gera þann samning sem nú liggur á borðinu. Stefán var, síðast þegar ég vissi, ekki búinn að gera upp hug sinn um þennan nýjasta samning.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.3.2011 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband