Dulmál fyrir heilauppskurð?

Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, verður frá vinnu út þessa viku vegna aðgerðar sem hann gekkst undir í morgun. Hann hefur átt við ennisholusýkingu að stríða um skeið, sem ekki hefur tekist að komast fyrir með lyfjum og er aðgerðinni ætlað að ráða bót á sýkingunni.

Hmmmmm..... ég er búinn að vera með ennisholusýkingu í hálfan mánuð. Aldrei hef ég samt heyrt áður um að fólk hafi verið skorið upp við kvefi. Þetta hlýtur að vera einhver gríðarlega spes nýjung. Eða getur verið að þetta sé aðeins fyrirsláttur, sannleikurinn sé að það eigi að gera heilaskurðaðgerð á Jóni til þess að reyna að einangra hláturtaugina og um leið gera leit að kjánabeininu.

Vona bara að aðgerðin heppnist og Jóni heilsist.


mbl.is Borgarstjóri á spítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Vonandi einangra þeir ekki hláturtaugina í Jóni í þessari ofur venjulegu aðgerð sem fullt af fólki hefur gengist undir þó þú hafir ekki þurft á henni að halda, nema þú þurfir kannski á henni að halda. Tek undir með þér að ég óska Jóni góðrar heilsu eins og öllu fólki og vona að þér skáni af kvefinu.

Gísli Sigurðsson, 8.2.2011 kl. 18:14

2 Smámynd: Vendetta

Ef sýkingin verður sogin út um ennisholuna, þá má vera að það komi eitthvað meira út en ætlazt var til. Eitthvað gráleitt efni.

Ef svo er, þá væri upplagt að spyrja, hvort það mundi skipta nokkru máli hvað varðar "störf" borgarstjórans.

Vendetta, 8.2.2011 kl. 18:19

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Guðmundur. Vonandi gerir þú þér grein fyrir að mbl-bloggið er einangrað við sérstaka stjórnmála-stefnu og útilokun þeirra sem eru hlutlausir í stjórnmálum en hafa þó mjög ákveðnar skoðanir sem eru pólitískt óháðar, en aðhyllast réttlæti fyrir alla!

 Gaktu hægt um pólitískar gleðinnar dyr Guðmundur minn og gættu að þér og þínum afkomendum, og gættu að kröfum um jafn-réttlæti nútímans fyrir alla!

 Svona einokun eins og viðgengst á þessum bloggvettvangi er til þess eins fallinn að grafa gröf allra einokunar-sinna!

 Og gangi þér vel þegar þú og þínir líkar hafa útilokað almenning frá skoðana-vettvanginum og þið þurfið sjálfir að vinna alla erfiðisvinnuna sem skapa raunverulegu peningana, einangraðir frá alþýðu þessa lands!

 Hugsaðu aðeins út fyrir mennta-elítuna!

 M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.2.2011 kl. 20:29

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ágæta Anna Sigríður - alveg er mér það hulin ráðgáta hvernig þú kemst að þeirri niðurstöðu að hér háuist aðeins birt ein stjórnmálaskoðun  Hilmar nokkur Jónsson og fleiri taka seint undir það að þeir aðhyllist eitthvað annað en harða vinstri stefnu með hatur á Sjálfstæðisflokknum sem grundvöll lífs síns ( kanski smá ýkjur ) - ég hinsvegar er Sjálfstæðismaður -

Það þarf því verulega yfirgripsmikla vanþekkingu til þess að komast að þinni niðurstöðu.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 9.2.2011 kl. 09:19

5 Smámynd: Vendetta

Og ekki aðhyllist ég Sjálfgræðisflokkinn. Ég vildi frekar drukkna í rotþró en að kjósa þann flokk.

Vendetta, 9.2.2011 kl. 09:48

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Fáir ganga lengra en ég í óvægnum álykunum í garð Sjálfstæðisflokks. Aldrei hef ég fengið aðvörun eða athugasemdir frá umsjónarmönnum.

Árni Gunnarsson, 9.2.2011 kl. 11:36

7 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Vendetta - þetta er land frelsisins - ekki satt -

Árni - nákvæmlega - ég skil ekki svona bull - en Vendetta er einn eða ein eða eitt af því sem ætti að sjá sóma sinn í því að skrifa undir nafni -

Kanski hefur hann - það - hún verið í hættu í rotþró og ekki jafnað sig á því. Það skýrir kanski sum skrif Vendetta.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 9.2.2011 kl. 13:36

8 Smámynd: Vendetta

Ólafur: Ég er hvorki húnþað, takk fyrir. Og sem nafnleysingi, sem verður að una því að geta ekki tengt neina færslu við frétt eða forsíðu blog.is, þá passa ég mig mjög mikið hvað ég skrifa. Ég er t.d. aldrei með svæsna gagnrýni á venjulegt fólk, en hins vegar gagnrýni ég mjög harkalega stjórnmálamenn (eða hæðist að þeim) og aðra í valdastöðum sem mér finnst beita valdi sínu gegn þeim sem engin forréttindi hafa (meginþorra þjóðarinnar). Ég gæti skrifað endalaust um þetta eina atriði. Hins vegar get ég ekki leyft mér að koma með eiginlegt persónuníð (eins og ég skilgreini það), þannig að athugasemdir mínar eru yfirleitt kurteisislegar og málefnalegar og alltaf vel yfirvegaðar. Stjórnmálamenn eiga að geta tekið gagnrýni, hvort sem hún er réttlætanleg eða ekki, annars hafa þeir ekkert að gera í pólítík. Og hananú.

Vendetta, 9.2.2011 kl. 14:49

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Anna Sigríður: Mig langar bara að benda þér kurteislega á að þessi færsla er flokkuð í efnisflokkinn "spaugilegt". Eins og kemur fram í lýsingu á höfundinum hér efst til vinstri þá leyfi ég mér stundum að slá á létta strengi. Ef athugasemd þín beinist að viðfangsefni þessarar færslu þá held ég að þú sért að lesa eitthvað allt annað út úr þessu en til var ætlast og biðst ég þá velvirðingar á því.

Ég verð hinsvegar að svara fyrir mig þegar þú beinir máli þínu að mér persónulega þar sem segir "þú og þínir líkar hafa útilokað almenning frá skoðana-vettvanginum ... einangraðir frá alþýðu þessa lands!"

Ég kannast ekki alveg við þá lýsingu sem þú setur fram þar sem koma fram orð eins og "útilokun skoðana", "einokun", "mennta-elíta" og "einangrun frá alþýðunni". Allir sem hafa fylgst með mér á blogginu og lesið það sem ég skrifa vita að ég er á móti einokun, nema ef vera skyldi ríkiseinokun á þeim sviðum þar sem hún er réttlætanleg t.d. í löggæslu, og ég er talsmaður gegnsæis, upplýsingafrelsis og tjáningarfrelsis. Ég hef t.d. ALDREI fjarlægt athugasemd sem hefur verið skrifuð á bloggfærslu hjá mér. Varðandi menntun þá er ég búinn með tvö ár í háskóla en hef ekki lokið fullnaðarprófi (ennþá) og miðað við menntunarstig þjóðarinnar er það rétt svo í meðallagi, varla er það nú mikill elítismi. Varðandi það hvernig raunverulegir peningar eru skapaðir þá langar mig að biðja þig að líta í kringum þig hér á síðunni, skoða greinarnar (efst til hægri) t.d. þessa hér: Vestræna blekkingin um hið sanna eðli fjármagns og líka tenglana, hérna er t.d. tengill á félagsskap sem ég tilheyri: IFRI þar sem er fjallað um úrbætur á peningakerfinu í átt til þess sem betur mætti kalla "raunverulega" peninga. Hvort ég sé einangraður frá alþýðunni skulu aðrir dæma, en ég er þó hvað sem öðru líður að finna harkalega fyrir skattpíningar og skuldaþrælkunarstefnunni eins og hver annar. Ég ætla ekki að væla yfir því hvað sveiflurnar í fjármálakerfinu hafa leikið mig grátt, læt nægja að segja þér að ég hef misst nánast allt og miklu meira en bara veraldlegar eignir. Staða mín er því ekkert síður slæm heldur en gervallrar alþýðu.

Getur verið að þú sért að fara mannavillt Anna Sigríður?

Ólafur: Mig langar að taka undir með Vendetta. Ég þekki talsvert til bloggskrifa hans og get staðfest að þó þau séu vissulega gagnrýnin eru þau oftast frekar hófstillt og oft mjög skemmtilega framsett. Það má því segja sem svo að hann hafi "farið vel með" nafnleysið, að minnsta kosti hingað til og vonandi ávallt. Það má alveg gagnrýna stjórnmálamenn, og ég lít ekki á sjálfan mig sem ónæman fyrir því heldur.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.2.2011 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband