Stjórnvöld enn þjökuð af leyndarhyggju

Drög að nýjum IceSave samningum við Breta og Hollendinga hafa verið birt á bloggsíðunni IceSave3 hjá WordPress sem virðist hafa verið stofnuð sérstaklega í þeim tilgangi. Skjölin hafa hinsvegar ekki verið birt opinberlega af íslenskum stjórnvöldum, sem virðast ekkert hafa lært af fyrri reynslu sinni af tilraunum til að halda mikilvægum upplýsingum leyndum fyrir þingi og þjóð. Hér er því um að ræða enn eitt tilvikið þar sem mikilvæg gögn fá ekki að líta dagsins ljós, nema vegna þess að einhver ákveður að leka þeim út í skjóli nafnleysis.

Á sama tíma og nýjum samningi er hampað fyrir það hversu góður hann sé, þá er gjörsamlega óskiljanlegt hvers vegna er ekki einfaldlega búið að birta þessi samningsdrög á vefsíðu fjármálaráðuneytisins. Eina rökræna skýringin á því er að sem fyrr sé eitthvað sem liggur að baki, leyniskjöl eða hliðarsamningar, sem eru þess eðlis að stjórnvöld þora ekki að segja okkur allan sannleikann um málavöxtu.

Forsætisráðherra hefur í dag lagt fram frumvarp til nýrra upplýsingalaga, sem bæta þó í raun litlu við núgildandi upplýsingaskyldu. Getur verið að tímasetning þess sé ekki tilviljun, heldur liður í skipulagðri spunaherferð til að telja almenningi trú um að sú ríkisstjórn sem nú situr hafi opin vinnubrögð og sannleikan að leiðarljósi? Hvort sem er, þá má ekki láta slíkt villa sér sýn því reynslan og staðreyndirnar sýna að veruleikinn er allt annar í reynd.

Enn einu sinni hefur farið fram kappleikur um sannleikann, og úrslitin að þessu sinni: lekendur 1 : yfirvöld 0. Liðsmenn leyndarhyggjunnar eru komnir í verulega fallhættu, á meðan boðberar sannleikans halda áfram á blússandi sigurför sinni. Áfram Ísland!

P.S. Samningsdrögin og samantekt um þau eru í meðfylgjandi PDF skjalamöppu sem ég hef útbúið, ásamt viðaukagreinum um kröfuröð skuldbindinga í milliríkjasamningum.

*UPPFÆRT* PDF skjalið hefur verið uppfært og fylgir með nýrri grein um málið.


mbl.is Icesave-samningarnir á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband