Auðvitað á stjórnarskrá að vera skyldunám

Frumskilyrði þess að stjórnarskrá þjóni tilætluðu hlutverki eru að mínu mati þrjú:

  1. Að hún sé tvímælalaust æðstu lög landsins.
  2. Að þegnar ríkisins þekki stjórnarskránna svo þeir geti farið eftir henni.
  3. Að brot á stjórnarskránni séu refsiverð, svo að stjórnvöld fari eftir henni.

Það sem eftir stendur, stjórnskipan, réttindi o.fl. er til einskis ef ekki er farið eftir því. Núverandi stjórnarskrá uppfyllir því miður ekkert þessara skilyrða. Ég legg því til að ný stjórnarskrá hefjist þannig:

Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands [drög]

1. gr. Stjórnarskrá þessi telst vera æðstu lög sem gilda á Íslandi, ekkert má festa í lög sem brýtur í bága við innihald og tilgang stjórnarskrárinnar. Leiki vafi á um gildi og merkingu tiltekins hluta íslenskra laga skal túlka þann vafa samkvæmt viðeigandi greinum stjórnarskrárinnar. Lagaákvæði sem ekki samræmast stjórnarskrá skulu sjálkrafa teljast dauð og ómerk undir öllum kringumstæðum.

2. gr. Áþreifanleg eintök af gildandi stjórnarskrá skulu liggja frammi í öllum stofnunum ríkisins þar sem því verður komið við, og aðgengileg almenningi svo sem frekast er kostur til. Sé henni breytt skal dreifa eintökum sem sýna glögglega breytinguna inn á hvert heimili og vinnustað í landinu.
Efni og innihald stjórnarskrárinnar skal vera hluti af námsefni á lokastigum skyldunáms. Lögmæt stjórnvöld hverju sinni skulu sjá til þess að stjórnarskráin sé gefin út í nægjanlegu upplagi til þess að uppfylla megi upplýsinga- og fræðsluskyldu svo sem hér er kveðið á um.

3. gr. Hver sá sem gerist gerist brotlegur við stjórnarskránna skal sæta fangelsi, eða sekt ef sérstakar málsbætur eru fyrir hendi. Skal refsingin vera í samræmi við alvarleika og eftir atvikum skaðsemi brotsins.
Hvern þann sem fundinn hefur verið sekur um brot skv. 1. mgr. má undanskilja refsingu ef sýnt þykir að um óviljaverk hafi verið ræða og málsatvik fela ekki í sér refsivert athæfi að öðru leyti.
Hafi embættismaður gerst sekur um brot á stjórnarskrá eða átt hlutdeild í slíku broti skal það varða tafarlausum embættismissi og refsingu skv. 1. mgr.
Sé um alvarlegt brot að ræða eða sem ætlað er að koma í veg fyrir að ákvæðum stjórnarskrárinnar sé framfylgt, skal hámarksrefsing vera lífstíðarfangelsi.


mbl.is Stjórnarskráin verði skyldunám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband