Sex orð um gengistryggingu #8

Loksins réttlæti fyrir fórnarlömb skipulagðrar glæpastarfsemi ! Wizard

Hamingjuóskir til myntkörfulánþega nær og fjær! Þess má geta að undirritaður gerði sér lítið fyrir og dró fána að húni í tilefni dagsins. Á morgun verður svo flaggað aftur, en á eftir að koma í ljós hvort það verður í heila eða hálfa...


mbl.is Gengistryggingin dæmd óheimil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þakka þér fyrir

núna get ég farið í lysingu og sagt " komið með tryggingabrefið sem er á heimilinu mínu helvítin ykkar "

það er miklu fargi af mér létt

elisabet (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 23:22

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ekki nóg með það Elísabet, heldur ertu þá núna komin í flokk þeirra sem eru svo heppnir að vera með hagstæðustu lán sem til eru á Íslandi í dag: myntkörfulán. Í dag var nefninlega líka staðfest í hæstarétti (NBI hf. vs. Þráinn ehf.) að í stað hinnar ólögmætu gengistryggingar kemur: EKKERT! Engin verðtrygging, ekkert vaxtaálag eða neitt svoleiðis bull, heldur er það sem eftir stendur aðeins íslenskt óverðtryggt lán með áður umsömdum vöxtum sem í flestum tilvikum miðast við LIBOR (millibankavexti í London) og um þessar mundir eru þeir í sögulegu lágmarki eða beisiklí ókeypis peningar! Þannig er engin þörf lengur á inngripi stjórnvalda, dómstólarnir hafa tekið af allan vafa um þessi mál. Það sem meira er, SP Fjármögnun hefur þegar gefið út yfirlýsingu um að útistandandi samningar verði endurreiknaðir í samræmi við gildandi réttarstöðu lántakenda, með hliðsjón af þeim dómum sem fallnir eru. Því má búast við því að önnur fyrirtæki og bankar neyðist til að fylgja sömu stefnu og þar er mörkuð.

Nánar um Þráinsmálið hjá Marinó G. Njálssyni

Guðmundur Ásgeirsson, 17.6.2010 kl. 00:24

3 identicon

"skipulögð glæpastarfsemi" er raunsönn lýsing hjá þér á því sem var í gangi.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 01:00

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Dagurinn i gær var dagur réttlætis. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.6.2010 kl. 02:14

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hipp hipp húrra húrra húrra!

Sigurður Haraldsson, 17.6.2010 kl. 17:05

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Viðar: Já, gengistryggingin var nákvæmlega það: trygging fyrir glæpagengi. það sem ég þekki best til af þessum þaulskipulögðu glæpasamtökum er SP Fjármögnun, sem hafði hvorki starfsleyfi til viðskipta með gjaldeyri né gengistryggð verðbréf (hvorugt!) og stundaði nótulaus viðskipti þrátt fyrir virðisaukaskattsskyldu (halló skattrannsókn!). Einnig er það nokkrum vafa undirorpið hvort fyrirtækið hafi haft tilskilin leyfi sem söluaðili notaðra ökutækja, en í kaupleigusamningum eru fjármögnunarfyrirtækin skráðir eigendur þar til samningstímanum lýkur og neytandinn ákveður að nýta þann kauprétt sem hann hefur öðlast. Til að innheimta þessar tilhæfulausu kröfur voru svo ráðnir aðilar sem eru verri en handrukkarar (ég þekki nokkra slíka og þeir eru bæði heiðarlegri og sanngjarnari en Vörslusvipting ehf!). Loks fæst ekki annað séð af fyrirliggjandi gögnum en að Fjármálaeftirlitið hafi í lengstu lög reynt að hylma yfir ábyrgð sína á því sem getur í besta falli talst alvarleg vanræksla og sé jafnvel meðsekt um glæpina! Þessa sorgarsögu má rekja með því að skoða færslur mínar aftur í tímann undir efnisflokknum gengistrygging.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.6.2010 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband