Fáránleg bókun Oddnýjar Sturludóttur

Íþrótta og Tómstundaráð Reykjavíkur samþykkti í gær bókun sem lögð var fram af Stefáni Jóhanni Stefánssyni (S) um að beina þeirri ósk til Ríkisstjórnar Íslands að sjá til þess að skugga verði ekki varpað á hátíðarhöld á þjóðhátíðardegi Íslendinga með því að að ákveðið verði að hefja aðildarviðræður á milli Íslands og Evrópusambandsins á þeim degi.

Bókunin var samþykkt af sex fundarmönnum, en sá sjöundi, Oddný Sturludóttir flokkssystir Stefáns lét bóka eftirfarandi skoðun sína: "ÍTR er fáránlegur vettvangur til að ræða utanríkismál, hvað þá hvenær ESB heldur fundi sína. 17. júní á að vera dagur barnanna í borginni - ekki andstæðra fylkinga í Evrópumálum."

Með öðrum orðum þá finnst Oddnýju að ÍTR megi ekki frábiðja sér að skuggi falli á hátíðarhöld sem því er sjálfu ætlað að halda. Hún virðist ekki hafa neinar áhyggjur af því hvaða áhrif slíkt kunni að hafa á árangurinn af þessu starfi ráðsins. Henni finnst líka að 17. júní eigi að vera fyrir krakka, en ekki "andstæðar fylkingar í Evrópumálum" sem telur þó meirihluta þjóðarinnar samkvæmt flestum skoðanakönnunum. Af þessu mætti draga þá ályktun að Oddný vilji bara halda þjóðhátíð fyrir börn sem eins og gefur að skilja hafa takmarkað skynbragð á stjórnmálum, ásamt hinum 10-15% fullorðinna sem samkvæmt skoðanakönnunum taka ekki afstöðu til ESB-aðildar. En ætli allir ESB-sinnarnir í Samfylkingunni viti af því að þessi flokkssystir þeirra vill þá ekki í bæinn þann sautjánda?

Ef eitthvað er fáránlegt þá eru það þau viðhorf sem opinbera sig í bókun Oddnýjar, burtséð frá því hvort vettvangurinn sé viðeigandi eða ekki. Það skal enginn dirfast að varpa skugga á sjálfan þjóðarhátíðardaginn í huga meirihluta þjóðarinnar, nóg annað höfum við mátt þola að undanförnu. Ég skora hér með á Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra að tilkynna það í hátíðarræðu sinni 17. júní næstkomandi, að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu verði dregin til baka hið fyrsta.

Ísland lengi lifi!


mbl.is Varpi ekki skugga á 17. júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Guðmundur minn - hvað er að?

Svona tittlingaskítur ---

Hún er líka ósátt við það að sonur hennar skuli vera karlkyns ---

Já eeee   fyrirgefðu - þarna er komin skýringin á tittlingaskítnum -- ég er bara svona seinn að fatta.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 23.5.2010 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband