Það sem Lipietz var að meina

Mikið hefur verið rætt um viðtal við Evu Joly og Evrópuþingmanninn Alain Lipietz í Silfri Egils á sl. sunnudag og virðist gæta nokkurs misskilnings sem sumir hafa jafnvel lagst svo lágt að nota til að snúa út úr orðum þingmannsins. Meðal annars hefur verið bent á að hann hafi ekki verið orðinn þingmaður 1994 þegar tilskipun 94/19/EB var sett um innstæðutryggingar sem er rétt, en í því felst misskilningurinn því hann þóttist aldrei vera höfundur þeirrar tilskipunar. Lipietz er hinsvegar einn af höfundum tilskipunar 2002/87/EB sem fjallar um eftirlitsskyldu ríkja með fjármálastarfsemi og það er allt önnur hlið á þessu máli sem hefur lítið verið fjallað um hingað til.

Eins og ég skildi Lipietz þá var hann ekki að tala um hvort tryggingasjóður heimaríkisins eða gistiríkisins bæri ábyrgð á innstæðum samkvæmt tilskipun 94/19/EB. Heldur ábyrgð gistiríkisins (í þessu tilviki Bretlands og Hollands) á því að halda úti fjármálaeftirliti á eigin markaði í samræmi við tilskipun 2002/87/EB. Hann vill meina að þar hafi fjármálaeftirlit Breta og Hollendinga brugðist tilskipuninni frá 2002 rétt eins og íslenski tryggingasjóðurinn brást hlutverki sínu gagnvart innstæðueigendum samkvæmt tilskipuninni frá '94. Lykilatriði í þessu sambandi er að skv. tilskipun 2002/87 ber gistiríkið ábyrgð á eftirlitinu (Bretland/Holland), en hinsvegar er það tryggingasjóður í heimaríkinu sem ber ábyrgð á innstæðunum og ekki heimaríkið sjálft vegna þess að samkvæmt tilskipun 94/19 á sjóðurinn að vera einkarekinn án ríkisábyrgðar.

Þetta er alveg ný nálgun á málið sem hefur ekki áður komið fram mér vitandi, en þau rök sem hér koma fram má túlka þannig að í raun séu það bresk og hollensk stjórnvöld sem bera ábyrgðina að minnsta kosti að hluta. Þau brugðust þeirri skyldu sinni að viðhafa eftirlit sem hefði átt að koma í veg fyrir að svona færi, sem leiddi svo til þess að íslenski tryggingasjóðurinn varð gjaldþrota. Ábyrgð þeirra á eftirlitinu var óháð því hvort íslenski tryggingasjóðurinn sé á ábyrgð ríkisins, en tilskipun 94/19 mælir beinlínis gegn slíkri ríkisábyrgð og gerir ráð fyrir að sjóðurin sé fjármagnaður af bönkunum sjálfum.

Vilji lesendur glöggva sig á þessu frekar mæli ég með því að skoða færslu mína frá í gær þar sem ég skrifaði upp íslenska þýðingu RÚV á viðtalinu ásamt nánari skýringum.


mbl.is Segir margt athugavert við málflutning Lipietz
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ríkisendurskoðun hefur áður lagt til að ríkisreikningsnefnd taki til skoðunar hvort fella beri Tryggingasjóð innstæðueigenda og fjárfesta úr D-hluta ríkisreiknings. Að mati stofnunarinnar eru ekki lagalegar forsendur fyrir birtingu sjóðsins í ríkisreikningi enda getur hann með engu móti talist eign ríkisins og það ber heldur ekki ábyrgð á skuldbindingum hans.

http://www.rikisend.is/files/skyrslur_2008/Endurskodun_rikisreiknings_2007.pdf

Bls. 57

Nonni (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 16:20

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nákvæmlega þetta hef ég óspart reynt að benda fólki á, ásamt öðrum rökum gegn ríkisábyrgð t.d. þeim að hún er BÖNNUÐ skv. tilskipun 19/94/EB !

Guðmundur Ásgeirsson, 15.1.2010 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband